Sundabrú hagkvæmari en jarðgöng

Starfshópurinn telur að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti …
Starfshópurinn telur að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti betur fyrir alla ferðamáta og almenningssamgöngur og að ný Sundabraut á brú bæti samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins og til og frá borginni. Graf/mbl.is

Sunda­brú er hag­kvæm­ari kost­ur en jarðgöng fyr­ir legu Sunda­braut­ar. Þetta kem­ur fram í skýrslu starfs­hóps á veg­um Vega­gerðar­inn­ar. Full­trúa í hópn­um áttu einnig Reykja­vík­ur­borg, Faxa­flóa­hafn­ir og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, kynnti skýrslu hóps­ins á blaðamanna­fundi. Hann fól starfs­hópn­um að meta val­kost­ina tvo og tók við skýrsl­unni fyr­ir helgi.

Fjór­ar ak­rein­ar, 1.172 m að lengd í 14 höf­um og 35 m há

Í skýrsl­unni er gerð til­laga um að Sunda­brú verði 1.172 m löng með 14 höf­um. Fjór­ar ak­rein­ar yrðu á brúnni og sér­stök göngu- og hjóla­leið á aust­ur­kanti henn­ar. Um helm­ing­ur brú­ar­inn­ar yrði yfir Klepps­vík en hinn helm­ing­ur­inn á landi að vest­an­verðu. Brú­in myndi rísa í 35 m hæð yfir haf­flöt­inn með 30 m sigl­inga­hæð og 100 m breiðri sigl­ing­ar­ennu. Með þessu er gert ráð fyr­ir að hægt verði að sigla und­ir Sunda­brú til að nýta áfram hafn­ar­bakka inn­an brú­ar­inn­ar.

Við Gufu­nes er miðað við að Sunda­brú mæti landi á stuttri land­fyll­ingu. Gert er ráð fyr­ir að Sunda­braut teng­ist Sæ­braut við nú­ver­andi gatna­mót Holta­veg­ar og Sæ­braut­ar. Hægt verði að aka und­ir Sunda­brú við gatna­mót­in við Skútu­vog og tengja þannig svæði beggja vegna.

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur vega þyngst að kostnaður við brú­ar­leið væri lægri, brú henti bet­ur fyr­ir alla ferðamáta og al­menn­ings­sam­göng­ur og að ný Sunda­braut á brú bæti sam­göng­ur inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins og til og frá borg­inni með því að dreifa um­ferð, minnka álag á öðrum stofn­veg­um og stytta ferðatíma, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Sigurður Ingi Jóhannsson á fundinum í dag.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son á fund­in­um í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ekki spurn­ing hvort, held­ur hvenær

„Niður­stöður starfs­hóps­ins staðfesta sann­fær­ingu mína um að Sunda­braut bæti sam­göng­ur, hvort tveggja fyr­ir íbúa höfuðborg­ar­svæðis og íbúa lands­byggðar. Það er sér­stak­lega ánægju­legt að Sunda­brú muni geta eflt al­menn­ings­sam­göng­ur og styðja við fjöl­breytta ferðamáta. Með því að stytta ferðatíma og dreifa um­ferð bæt­um við lífs­gæði fólks,“ seg­ir Sig­urður Ingi í til­kynn­ing­unni.

„Niður­stöður um að Sunda­brú sé hag­kvæm­ari kost­ur eru af­ger­andi og að mínu mati er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að taka næstu skref og hefja fram­kvæmd­ir við Sunda­braut. Þetta er ekki spurn­ing hvort af verk­efn­inu verði held­ur hvenær. Núna er góður tími að fara í op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir. Und­ir­bún­ing­ur verks­ins, hönn­un og verk­leg­ar fram­kvæmd­ir skapa mik­il­væga at­vinnu og auka hag­vöxt í land­inu,“ bæt­ir Sig­urður Ingi við.

Á meðfylgjandi korti má sjá mismunandi útfærslur sem horft hefur …
Á meðfylgj­andi korti má sjá mis­mun­andi út­færsl­ur sem horft hef­ur verið til við gerð Sunda­braut­ar. Kort/​Sam­gönguráðuneytið

Fram­kvæmd­ir geta haf­ist árið 2025

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur að fram­kvæmd­ir við Sunda­braut geti haf­ist árið 2025 og lokið 2029-2030. Hann tel­ur að und­ir­bún­ing­ur, rann­sókn­ir, hönn­un, mat á um­hverf­isáhrif­um og vinna við breyt­ing­ar á skipu­lags­áætl­un­um taki að lág­marki fjög­ur ár. Þá megi áætla að fram­kvæmda­tími við bygg­ingu Sunda­brú­ar og aðliggj­andi vega verði um fjög­ur til fimm ár.

Kostnaður við þver­un Klepps­vík­ur með Sunda­brú er met­inn 44 millj­arðar króna en með jarðgöng­um (Sunda­göng­um) 58 millj­arðar kr. Kostnaður við kafl­ann frá Gufu­nesi á Kjal­ar­nes er sá sami í báðum til­vik­um, eða 25 millj­arðar kr. Heild­ar­kostnaður miðað við brú er því 69 millj­arðar króna en 83 millj­arðar ef jarðgöng yrðu fyr­ir val­inu.

Sunda­braut er ein af sex sam­göngu­fram­kvæmd­um sem Alþingi hef­ur heim­ilað að verði unn­in sem sam­vinnu­verk­efni hins op­in­bera og einkaaðila (PPP).

Rök með smíði Sunda­brú­ar

Starfs­hóp­ur­inn kynn­ir í skýrsl­unni marg­vís­leg rök fyr­ir því að Sunda­brú sé hag­kvæm­ari val­kost­ur en jarðgöng.

  • Sunda­brú hef­ur já­kvæðari áhrif á um­ferð og ferðatíma en jarðgöng og bæt­ir sam­göng­ur í norður­hluta höfuðborg­ar­svæðis­ins.
  • Sunda­brú get­ur dregið úr um­ferðarþunga á öðrum veg­um, s.s. Höfðabakka um Gull­in­brú og í Ártúns­brekku. Báðir val­kost­ir (Sunda­brú og Sunda­göng) hafa sömu áhrif til minnk­un­ar á um­ferð um Vest­ur­lands­veg í Mos­fells­bæ.
  • Sunda­brú nýt­ist bet­ur fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­ur og sam­kvæmt um­ferðarspám mun farþegum fjölga, ferðatími stytt­ast og skipt­ing­um fækka.
  • Sunda­brú gef­ur mögu­leika á nýrri teng­ingu fyr­ir göngu- og hjóla­leiðir og er því skyn­sam­legri lausn fyr­ir fjöl­breytta ferðamáta.
  • Sunda­brú bæt­ir teng­ingu milli höfuðborg­ar­svæðis og Vest­ur­lands og Norður­lands. Vega­lengd frá Akra­nesi til Reykja­vík­ur mun til að mynda stytt­ast um 5-8 km.
  • Sunda­brú bæt­ir teng­ingu Grafar­vogs við svæðið vest­an Elliðaáa.
  • Sunda­brú get­ur aukið hagræði fyr­ir at­vinnu­starf­semi af ýmsu tagi og hægt er að koma til móts við áhrif fram­kvæmda á hafn­a­starf­semi.

Minni sjón­ræn áhrif jarðganga

Starfs­hóp­ur­inn til­grein­ir að jarðgöng myndu á hinn bóg­inn hafa minni sjón­ræn áhrif og að brú­ar­fram­kvæmd­ir hefðu meiri áhrif á hafn­a­starf­semi á fram­kvæmda­tíma. Til­lög­ur hafi þó verið kynnt­ar hags­munaaðilum og að ekki hafi verið gerðar veru­leg­ar at­huga­semd­ir við þær, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Horft yfir Kleppsvík, Sundahöfn og Vogabyggð. Framkvæmdir við Sundabraut geta …
Horft yfir Klepps­vík, Sunda­höfn og Voga­byggð. Fram­kvæmd­ir við Sunda­braut geta haf­ist árið 2025 og lokið 2029 til 2030. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg/​Sig­urður Ólaf­ur Sig­urðsson

Ábend­ing­ar starfs­hóps

Starfs­hóp­ur­inn vek­ur at­hygli á að kafl­inn frá Gufu­nesi að Kjal­ar­nesi væri nauðsyn­leg­ur hluti Sunda­braut­ar til að ná fram há­marks­ávinn­ingi. Á þeim kafla megi gera ráð fyr­ir vegi á yf­ir­borði alla leið frá Gufu­nesi að Kjal­ar­nesi með brúm á Leiru­vogi og í Kollaf­irði. Starfs­hóp­ur­inn tel­ur mögu­legt að byggja Sunda­braut frá Gufu­nesi að Kjal­ar­nesi sam­hliða þver­un Klepps­vík­ur en nán­ari út­færsl­ur á áfanga­skipt­ingu þarf að meta á síðari stig­um.

Í til­lög­um sín­um bend­ir starfs­hóp­ur­inn á að mik­il­vægt sé að skoða nán­ar lík­leg­ar breyt­ing­ar á dreif­ingu um­ferðar og hvernig bregðast eigi við mögu­leg­um nei­kvæðum áhrif­um á íbúa­hverfi á áhrifa­svæði Sunda­braut­ar. Einnig þurfi að huga vel að innra gatna­kerfi norðan Sæ­braut­ar og tryggja nauðsyn­legt flæði um­ferðar um Vatnag­arða, Bark­arvog og Skútu­vog.

Horft er til þess að Sundabraut tengist Sæbraut við Holtaveg …
Horft er til þess að Sunda­braut teng­ist Sæ­braut við Holta­veg sam­kvæmt skýrsl­unni. Kort/​sam­gönguráðuneytið

Þá þurfi að gæta vel að hæð Sunda­brú­ar til að nú­ver­andi starf­semi verði tryggð eins og kost­ur er. Nauðsyn­legt væri að gera tím­an­lega ráðstaf­an­ir til að lág­marka rösk­un á starf­semi á fram­kvæmda­tíma og svo til framtíðar, m.a. með gerð viðeig­andi hafn­ar­mann­virkja og nýrr­ar teng­ing­ar vöru­flutn­inga til og frá farm­svæðum Sunda­hafn­ar

Breyta þarf aðal­skipu­lagi

Í svæðis­skipu­lagi höfuðborg­ar­svæðis­ins 2015-2040 er gengið út frá því að Sunda­braut verði hluti af norður-suður meg­in­stofn­vegi um höfuðborg­ar­svæðið. Sunda­braut hef­ur verið á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur frá 1975 en starfs­hóp­ur­inn bend­ir á að gera þurfi sér­staka breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur og svæðis­skipu­lagi höfuðborg­ar­svæðis­ins, sem gerðar yrðu ým­ist sam­hliða eða í kjöl­farið á mati á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmd­anna.

Í starfs­hópn­um sátu Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Vega­gerðar­inn­ar, en hann var formaður hóps­ins, Bryn­dís Friðriks­dótt­ir, svæðis­stjóri höfuðborg­ar­svæðis Vega­gerðar­inn­ar, Gísli Gísla­son, fyrr­ver­andi hafn­ar­stjóri, til­nefnd­ur af Faxa­flóa­höfn­um, Jón Kjart­an Ágústs­son, svæðis­skipu­lags­stjóri, til­nefnd­ur af Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu og Þor­steinn R. Her­manns­son, sam­göngu­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, fyr­ir hönd borg­ar­inn­ar.

Kort sem sýnir heildarframkvæmdina.
Kort sem sýn­ir heild­ar­fram­kvæmd­ina. kort/​Sam­gönguráðuneytið
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert