Fara hægt í tilslakanir

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að hann myndi senda minnisblað á heilbrigðisráðuneytið öðrum hvorum megin við helgi um vægar tilslakanir á sóttvarnalögum. Að öðru leyti vildi Þórólfur ekki tjá sig um með hvaða hætti þær tilslakanir yrðu.  

Þá sagði Þórólfur að í ljósi góðrar stöðu í faraldrinum stafaði mesta ógnin af smitum á landamærunum. Sérstaklega þegar breska afbrigðið væri haft í huga. Allir sem greinst hafa innanlands með breska afbrigðið hafa átt í samskiptum við þá sem hafa komið smitaðir um landamærin. 28 hafa greinst síðastliðna viku á landamærunum og 14 með virkt smit.

Þá sagði hann skimun á landamærunum hafa gengið mjög vel.

Fólk gefi upp rangt auðkenni 

Fram kom í máli Þórólfs að vísbendingar væru um að fólk gæfi upp rangt auðkenni, símanúmer eða aðsetur við komu til landsins. Af þeim sökum eru dæmi um að erfitt geti reynst að hafa uppi á fólk á landinu.

Hafa beri í huga að Ísland sé með einna minnst íþyngjandi takmarkanir á landamærum allra landa í Evrópu og segist Þórólfur vera að íhuga hvernig megi bregðast við því. Til þess þarf lagagrundvöllur að vera tryggður og vill Þórólfur að sóttvarnarlög verði samþykkt hið fyrsta.

Fréttin hefur verið uppfærð 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert