Útlit ágætt og tilslakanir á leiðinni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

„Þetta lítur bara ágætlega út, það var þarna einn sem greindist sem var í sóttkví,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem skilað hefur tillögum um tilslakanir til heilbrigðisráðherra. Núverandi samkomutakmarkanir áttu að gilda til 17. febrúar, en vegna lágra smittalna telur sóttvarnalæknir óhætt að slaka fyrr á takmörkunum.

Um 750 sýni voru tekin innanlands í gær og er nýgengi innanlandssmita orðið 3,8 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga. „Þetta lækkar jafnt og þétt, það er bara mjög lágt,“ segir Þórólfur.

Hvað tillögur hans til tilslakana varðar segir Þórólfur það heilbrigðisráðuneytisins að fjalla um og útfæra í reglugerð, en gera má ráð fyrir að heilbrigðisráðherra hafi farið með tillögurnar á fund ríkisstjórnarinnar í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert