„Ákaflega ósmekkleg framkoma“ landsfrægra grínista

Kári tók gríni hlaðvarpsfélaganna afar nærri sér.
Kári tók gríni hlaðvarpsfélaganna afar nærri sér. London Poetry Slam

Kári Friðriks­son, leigu­bíls­stjóri og tón­list­armaður, lenti í leiðin­legu at­viki í októ­ber þegar gert var grín að hon­um í vin­sælu hlaðvarpi tveggja grín­ista.

Sverr­ir Þór Sverris­son og Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son halda úti hlaðvarp­inu Beint í bíl­inn þar sem keyrt er um og spjallað, en þeir kalla það „vax­andi brand­ara­horn“.

Ekki er þó öll­um skemmt.

Í þætti nr. 21 keyrðu Sveppi og Pét­ur Jó­hann niður Hverf­is­götu og minnt­ust þá á leigu­bíl­stjóra sem þeir höfðu séð ein­hverj­um mín­út­um áður, og töluðu um vaxta­lag hans á niðrandi máta.

„Ef þú horf­ir ofan á þenn­an leigu­bíl­stjóra er hann ör­ugg­lega fer­metri,“ seg­ir Sveppi í hlaðvarp­inu.

Pét­ur Jó­hann tek­ur und­ir það.

„Hann er all­ur svona kringl­ótt­ur,“ bæt­ir Sveppi þá við. „Ef þú mynd­ir leggja hann niður væri hann eins og ein­hver sel­ur.“

Ljót um­mæli

Kári Friðriks­son leigu­bíl­stóri seg­ir um­mæl­un­um hafa verið beint að sér og sak­ar hlaðvarps­fé­lag­ana um fitu­for­dóma.

„Þetta eru tíu mín­út­ur af gríni um það hvað ég er feit­ur,“ seg­ir Kári við mbl.is. „Þetta er ákaf­lega ósmekk­legt.“

Hann gef­ur lítið fyr­ir kímni­gáfu tví­eyk­is­ins.

„Það eru bara lé­leg­ir grín­ar­ar sem leggj­ast svona lágt.“

Þá seg­ist Kári vera sár yfir því að talað sé um hann á þenn­an hátt á op­in­ber­um vett­vangi.

„Mér finnst þetta ómerki­leg fram­koma. Mér var sagt að þess­ir menn hafi báðir lent í einelti áður. Þeir hafa nú ekki lært mikið af því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka