Róbert vill á þing fyrir VG

Róbert Marshall í pontu Alþingis.
Róbert Marshall í pontu Alþingis. Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna í haust.

Þetta kemur fram í myndskeiði sem Róbert birtir á Facebook-síðu sinni í dag.

Róbert bauð sig fram og var kosinn á þing fyrir Samfylkinguna 2009 en sagði sig úr flokknum í október 2012 og var utan flokka fram að kosningum 2013.

Hann var svo þingmaður Bjartrar framtíðar frá 2013 til 2016 en gaf ekki kost á sér í kosningunum haustið 2016.

Hann starfaði við fjöl­miðla um ára­bil og var aðstoðarmaður sam­gönguráðherra áður en hann sett­ist á þing árið 2009. Ró­bert er fyrr­ver­andi formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands og var um tíma for­stöðumaður frétta­sviðs 365. Hann stundaði fisk­vinnslu, neta­gerð og sjó­mennsku í Vest­manna­eyj­um og er stúd­ent frá fram­halds­skól­an­um þar. Á þingi gegndi hann m.a. þing­flokks­for­mennsku, for­mennsku í alls­herj­ar­nefnd, for­mennsku í Íslands­deild þings Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu og sat í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd, Þing­valla­nefnd og Norður­landaráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka