Fólk villi vísvitandi um fyrir stjórnvöldum

Jón Pétur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum.
Jón Pétur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Ljósmynd/Almannavarnir

Ekki fara allir farþegar eftir reglum á landamærum, þar sem fólk er skyldað til að fara í sýnatöku, sóttkví og aðra sýnatöku að fimm dögum liðnum. Dæmi er um að fólk villi vísvitandi um fyrir stjórnvöldum.

Þetta kom fram í máli Jóns Pét­urs Jóns­sonar, yf­ir­lög­regluþjóns og sviðsstjóra landa­mæra­sviðs embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra, á upplýsingafundi almannavarna.

Hann sagði ýmis dæmi um fólk sem færi ekki eftir reglum við komuna til landsins en einnig færu ástvinir komufarþega stundum ekki eftir reglum.

Jón Pétur sagði 90 tilvik um helgina þar sem fólk var sótt á Keflavíkurflugvöll en slíkt er ekki leyfilegt þegar fólk á að fara beint í sóttkví eftir sýnatöku á flugvellinum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði til skoðunar hvort efla þyrfti skimun á landamærum en það ræðst á næstu dögum. Hann sagði aðallega til skoðunar hvort krefja ætti fólk um neikvætt PCR-próf við komuna til landsins og hvort fólk yrði skikkað í farsóttarhús milli skimana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert