Neyðarmerki á Þingvöllum

Þjóðgarðurinn er í vetrarskrúða en fáir njóta dýrðarinnar.
Þjóðgarðurinn er í vetrarskrúða en fáir njóta dýrðarinnar. Ljósmynd/Steinar Garðarsson

Vatna­jök­ulsþjóðgarður og Þing­vallaþjóðgarður stefna á hér um bil óbreytt­an starfs­manna­fjölda í sum­ar þrátt fyr­ir að óljóst sé hve um­fangs­mik­il starf­semi tengd ferðamönn­um verði á tíma­bil­inu.

Hún var tak­mörkuð síðasta sum­ar og voru starfs­menn því fengn­ir í tíma­bær viðhalds­verk­efni. Enn tak­markaðri hef­ur ferðamanna­straum­ur­inn verið í vet­ur: Á Þing­völl­um er Snorra­búð bók­staf­lega stekk­ur. Sjálf­virk­ir telj­ar­ar eru farn­ir að senda viðvör­un­ar­merki því að eng­inn á leið hjá. Í Skafta­felli voru gist­inæt­ur í janú­ar átta tals­ins, sem er hrun í sam­an­b­urði við 260 á sama tíma­bili í fyrra.

Ein­ar Á. E. Sæ­mundsen, þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um, seg­ir varla sálu leggja leið sína í þjóðgarðinn um þess­ar mund­ir. „Maður veit að ástandið er sér­stakt þegar sjálf­virk­ir telj­ar­ar í Al­manna­gjá eru farn­ir að senda okk­ur neyðarboð um að það sé bara alls eng­inn á ferð,“ seg­ir Ein­ar í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka