Ráðamenn ekki á Pfizer-fundi

Þórólfur Guðnason verður meðal þeirra sem funda með Pfizer í …
Þórólfur Guðnason verður meðal þeirra sem funda með Pfizer í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvorki Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra né Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verða á fundi fulltrúa Íslands með Pfizer sem fram fer í dag. Þetta herma heimildir mbl.is. 

Eins og fram hefur komið verður fundað um það hvort Pfizer hyggist framkvæma fjórða fasa vísindarannsókn hér á landi. Á fundinum verða fulltrúar Pfizer, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, auk íslenskra vísindamanna.  

Fundurinn hefst eftir hádegi og er gert ráð fyrir því að samningstilboð verði lagt fram af Pfizer. Samkvæmt heimildum mbl.is er um einskonar úrslitafund að ræða. Ekki síst þar sem tíminn til þess að framkvæma rannsóknina er af skornum skammti þar sem niðurstöður úr rannsókninni þurfa að verða ljósar fyrir sumarið eða snemmsumars.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert