Stefna enn á norðurslóðir

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsetaskipti í Washington virðast engu hafa breytt um stefnu Bandaríkjastjórnar um aukin samskipti við Ísland og áhrif á norðurslóðum, en æðstu ráðamenn þar hafa látið áhuga sinn á þeim í ljós með ýmsum hætti.

„Við höfum fullan skilning á því að það taki ný stjórnvöld einhvern tíma til að manna stöður og taka til þar sem frá var horfið, enda margt á borði Bandaríkjastjórnar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag. „En við finnum ekkert annað en mjög skýr skilaboð um áframhaldandi styrkingu á samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Sem er í góðu samræmi við okkar áherslur og við mjög ánægð að finna það.“

Tekið var eftir því að ríkisstjórn Bidens beið ekki boðanna með að senda til Íslands staðgengil sendiherra. Harry Kamian, þaulvanur sendifulltrúi við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), var sendur hingað til lands aðeins fjórum dögum eftir að Biden var settur í forsetaembætti í liðnum mánuði.

Kamian greindi í liðinni viku frá fundi sínum með Guðlaugi Þór og sagði viðræður þeirra „einkar árangursríkar“ um leiðir til þess að „dýpka tengsl og samvinnu“ ríkjanna og kvaðst hlakka til samstarfs við íslensk stjórnvöld á ótal sviðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka