Stefna enn á norðurslóðir

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­seta­skipti í Washingt­on virðast engu hafa breytt um stefnu Banda­ríkja­stjórn­ar um auk­in sam­skipti við Ísland og áhrif á norður­slóðum, en æðstu ráðamenn þar hafa látið áhuga sinn á þeim í ljós með ýms­um hætti.

„Við höf­um full­an skiln­ing á því að það taki ný stjórn­völd ein­hvern tíma til að manna stöður og taka til þar sem frá var horfið, enda margt á borði Banda­ríkja­stjórn­ar,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra í Morg­un­blaðinu í dag. „En við finn­um ekk­ert annað en mjög skýr skila­boð um áfram­hald­andi styrk­ingu á sam­skipt­um Íslands og Banda­ríkj­anna. Sem er í góðu sam­ræmi við okk­ar áhersl­ur og við mjög ánægð að finna það.“

Tekið var eft­ir því að rík­is­stjórn Bidens beið ekki boðanna með að senda til Íslands staðgengil sendi­herra. Harry Kami­an, þaul­van­ur sendi­full­trúi við Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu (ÖSE), var send­ur hingað til lands aðeins fjór­um dög­um eft­ir að Biden var sett­ur í for­seta­embætti í liðnum mánuði.

Kami­an greindi í liðinni viku frá fundi sín­um með Guðlaugi Þór og sagði viðræður þeirra „einkar ár­ang­urs­rík­ar“ um leiðir til þess að „dýpka tengsl og sam­vinnu“ ríkj­anna og kvaðst hlakka til sam­starfs við ís­lensk stjórn­völd á ótal sviðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert