Þórunn orðuð við framboð á ný

Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra, er sterklega orðuð við þingframboð fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) á ný. Hún var áður þingmaður flokksins þar frá 1999 til 2011, en er nú formaður Bandalags háskólamanna (BHM). „Ég get staðfest að nafn mitt hefur verið nefnt við uppstillingarnefnd og það er til skoðunar þar,“ segir Þórunn við Morgunblaðið, en verst allra frekari frétta, þar sem nefndin þurfi að geta unnið störf sín í friði.

Samfylkingin á einn þingmann í Suðvesturkjördæmi fyrir, en það er Guðmundur Andri Thorsson, sem áfram sækist eftir að vera í efsta sæti listans.

Þá hefur Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem til skamms tíma sat á þingi fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð en gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar skömmu fyrir jól, sóst eftir því að leiða listann í kjördæminu. Það gerðist eftir að hún fékk ekki eitt af efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, þar sem flokkurinn á nú einn þingmann í hvoru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert