Eitthvað var um að draga þyrfti úr þjónustu hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu í gær. Orsökin er veikindi starfsfólks í kjölfar bólusetningar sem það fékk daginn áður.
Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að nokkuð hafi verið um veikindi hjá starfsfólkinu á Mörk, sem allt fékk bólusetningu á fimmtudag, en það hafi verið leyst með bros á vör.
Draga hafi þurft úr þjónustu þennan eina dag en engar kvartanir hefðu borist, enda væru allir svo ánægðir með að nú sæi fyrir endann á kórónuveirufaraldrinum.
veit ekki alveg hvaða snillingur ákvað að senda allt starfslið hjúkrunarheimila í bólusetningu sama daginn en það er amk mannekla hjá okkur og mér líður hræðilega pic.twitter.com/s6eeX4Mak4
— karitas m. b. (@kaerleikurinn) February 12, 2021