Draga þurfti úr þjónustu eftir bólusetningu

Hjúkrunarheimilið Mörk.
Hjúkrunarheimilið Mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitthvað var um að draga þyrfti úr þjónustu hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu í gær. Orsökin er veikindi starfsfólks í kjölfar bólusetningar sem það fékk daginn áður.

Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að nokkuð hafi verið um veikindi hjá starfsfólkinu á Mörk, sem allt fékk bólusetningu á fimmtudag, en það hafi verið leyst með bros á vör.

Draga hafi þurft úr þjónustu þennan eina dag en engar kvartanir hefðu borist, enda væru allir svo ánægðir með að nú sæi fyrir endann á kórónuveirufaraldrinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert