Meiri líkur á slappleika eftir seinni sprautuna

Frá bólusetningu framlínustarfsfólks í Laugardagshöll síðastliðinn miðvikudag.
Frá bólusetningu framlínustarfsfólks í Laugardagshöll síðastliðinn miðvikudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar, seg­ir al­gjör­lega eðli­legt að fólk verði slappt í kjöl­far bólu­setn­ing­ar, hvort sem hún er gegn Covid-19 eða öðru. Þá séu meiri lík­ur á slapp­leika eft­ir seinni bólu­setn­ing­una þar sem þá sé ónæmis­kerfið full­ræst. 

Fyr­ir helgi bár­ust fregn­ir af því að margt starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila, sem fékk fyrstu spraut­una sína af bólu­efni AstraZeneca, sem og starfs­fólk slökkviliða, sem fékk sprautu af bólu­efni Moderna, hefði orðið slappt og jafn­vel veikt eft­ir bólu­setn­ing­una. 

Rúna seg­ir að viðbúið hefði verið að fólk yrði slappt. Þá seg­ir hún lík­legra að yngra fólk finni til slapp­leika eft­ir bólu­setn­ingu en það eldra þar sem yngra fólk er með virk­ara ónæmis­kerfi en eldra fólk. 

Eng­in al­var­leg til­kynn­ing vegna AstraZeneca

Að sögn Rúnu er það ekki áhyggju­efni að fólk finni til slapp­leika eft­ir bólu­setn­ingu, það sýni ein­fald­lega að efnið virki. 

Lyfja­stofn­un hafa nú borist 274 til­kynn­ing­ar vegna gruns um auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­ing­ar gegn Covid-19. Þar af eru 19 al­var­leg­ar. 

161 til­kynn­ing hef­ur borist vegna Comitnaty-bólu­efn­is­ins sem Pfizer og Bi­oNTech standa að, þar af 16 al­var­leg­ar. 96 til­kynn­ing­ar um grun um auka­verk­an­ir hafa borist vegna bólu­efn­is Moderna, þar af þrjár al­var­leg­ar. 17 til­kynn­ing­ar hafa borist vegna gruns um auka­verk­an­ir vegna bólu­efn­is AstraZeneca, eng­in þeirra er al­var­leg. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert