Beint: Uppsöfnuð viðhaldsþörf á Íslandi

Í síðustu skýrslu var metið að uppsöfnuð viðhaldsþörf rafmagnsflutningakerfisins væri …
Í síðustu skýrslu var metið að uppsöfnuð viðhaldsþörf rafmagnsflutningakerfisins væri 70 milljarðar. mbl.is/Þorsteinn

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga munu klukkan 10:00 kynna nýja skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi. Er skýrslan byggð á sömu aðferðafræði og árið 2017 þegar sambærileg skýrsla kom út. Var þá niðurstaðan að uppsöfnuð þörf væri um 372 milljarðar.

Skýrslan verður kynnt í beinu streymi frá Norðurljósum í Hörpu. Hægt verður að fylgjast með streyminu hér að neðan.

Skýrslan árið 2017 markaði tímamót því þá var í fyrsta sinn hér á landi gefin út heildstæð skýrsla um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi. Markmið með útgáfu skýrslunnar er að lýsa stöðu helstu innviða hagkerfisins og draga fram hvað þarf til að tryggja gæði þessara meginstoða íslensks samfélags.

Innviðirnir sem fjallað er um í skýrslunni eru flugvellir, hafnir, vegakerfi, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuvinnsla, raforkudreifing og -flutningur, fasteignir ríkis og sveitarfélaga og úrgangsmál.

Niðurstaða síðustu skýrslu var að mesta viðhaldsþörfin væri í fráveitum (50-80 milljarðar), þjóðvegum (70 milljarðar), innviðum vegna orkuflutninga (70 milljarðar), fasteignum í eigu ríkisins (55-65 milljarðar) og sveitarfélagsvegum (40-60 milljarðar).

Dagskrá

  • Ávarp – Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Samantekt – Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Fráveitur – Reynir Sævarsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu og formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga
  • Vegakerfi – Ásmundur Magnússon, byggingartæknifræðingur á samgöngusviði hjá Mannviti
  • Fasteignir ríkis og sveitarfélaga – Sverrir Bollason, skipulagsfræðingur hjá VSÓ

Umræður – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert