Flýja í steinsteypuna

mbl.is/Arnþór Birkisson

Davíð Ólafs­son, lög­gilt­ur fast­eigna­sali hjá fast­eigna­söl­unni Borg, seg­ir skort á íbúðar­hús­næði. Dæmi um það sé opið hús í Hafnar­f­irði um dag­inn. Þá hafi milli 140 og 150 manns komið að skoða ein­býl­is­hús en sölu­verðið var 8% yfir ásettu verði.

Annað dæmi sé að 80-90 manns hafi skoðað blokka­r­í­búð á 3. hæð í fjöl­býl­is­húsi í Reykja­vík sem líka seld­ist yfir ásettu verði.

„Við erum líka að sjá dæmi um staðgreiðslur. Þá eru eng­in lán tek­in held­ur er um að ræða bein­ar pen­inga­milli­færsl­ur í fast­eignaviðskipt­um. Það er af því að vext­ir eru mjög lág­ir og fólk fer með pen­ing­ana úr bönk­un­um og fjár­fest­ir í stein­steypu,“ seg­ir Davíð. Þró­un­in ýti und­ir verð og skort á íbúðum.

Kjart­an Hall­geirs­son, formaður Fé­lags fast­eigna­sala, seg­ir mikla eft­ir­spurn eft­ir sér­býli á markaðnum, seg­ir Kjart­an í sam­tali í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert