Frumvarp um kynferðislega friðhelgi samþykkt

Tilefni lagasetningarinnar er aukið stafrænt kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi.
Tilefni lagasetningarinnar er aukið stafrænt kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. AFP

Frum­varp dóms­málaráðherra um breyt­ing­ar á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um sem varða kyn­ferðis­lega friðhelgi var samþykkt á Alþingi í dag.

Til­efni laga­setn­ing­ar­inn­ar er aukið sta­f­rænt kyn­ferðisof­beldi í ís­lensku sam­fé­lagi. Eng­in ein­hlít skil­grein­ing lá fyr­ir um hug­takið en með því er vísað til hátt­semi sem felst í því að nýta sta­f­ræn sam­skipti til þess að búa til, dreifa eða birta kyn­ferðis­legt mynd­efni af öðrum í heim­ild­ar­leysi. Slík brot geta þó einnig átt sér stað án þess að sta­f­ræn tækni sé nýtt, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Lög­in fela í sér breyt­ing­ar á ákvæðum í köfl­um al­mennra hegn­ing­ar­laga sem kveða á um kyn­ferðis­brot ann­ars veg­ar og friðhelgi einka­lífs hins veg­ar.

Þá er kveðið á um breyt­ingu á lög­um um meðferð saka­mála til þess að tryggja virkni þeirra breyt­inga sem lagðar eru til á hegn­ing­ar­lög­um.

Lög­in miða að því að styrkja rétt­ar­vernd ein­stak­linga með hliðsjón af þeim sam­fé­lags­legu breyt­ing­um sem hafa orðið með auk­inni tækni­væðingu og viðhorfs­breyt­ing­um gagn­vart kyn­ferðis­brot­um á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert