Vinstri græn ná Samfylkingunni í fylgi

Fylgi Vinstri grænna jókst um tæplega þrjú prósentustig.
Fylgi Vinstri grænna jókst um tæplega þrjú prósentustig. mbl.is/Arnþór

Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun MMR, eða 22,2%. Er það rúmum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu MMR sem framkvæmd var í janúar þessa árs. 

Fylgi Vinstri grænna jókst um tæp þrjú prósentustig og mælist flokkurinn nú með 13,5% fylgi. Fylgi Samfylkingarinnar lækkaði um tvö og hálft prósentustig og mælist flokkurinn nú með 13,1% fylgi. 

Þá jókst fylgi Framsóknarflokksins um rúmlega tvö prósentustig og mældist nú 11,4%. Fylgi Viðreisnar jókst um tæp tvö prósentustig og mældist nú 10,6%. Píratar mælast með 11,4% fylgi og Miðflokkurinn með 8%. 

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 54,5%, tæplega fjórum prósentustigum meira en við síðustu mælingu. 

Könnunin var framkvæmd 12. til 18. febrúar og var heildarfjöldi svarenda 919 einstaklingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert