Traust á Seðlabanka eykst mikið

Traust á bankanum jókst eftir að Ásgeir Jónsson tók við.
Traust á bankanum jókst eftir að Ásgeir Jónsson tók við. mbl.is/Arnþór Birkisson

Traust á Seðlabanka Íslands hef­ur auk­ist mjög ört á síðustu árum sam­kvæmt mæl­ingu Gallup. Traust til Seðlabank­ans mjakaðist upp árin eft­ir banka­hrunið, en það tók stökk upp á við í fyrra og tek­ur aft­ur stórt stökk upp á við í ár. Í fyrra um 14 pró­sentu­stig og núna fer það upp um 17 pró­sentu­stig þegar 62% segj­ast bera mikið traust til Seðlabank­ans.

„Ég get ekki verið annað en glaður með það,“ seg­ir dr. Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag. „Við hækkuðum mikið í fyrra og hækk­um svo enn frek­ar nú, erum kom­in í námunda við lög­regl­una í trausti al­menn­ings.“

Hann kveðst vona að þetta sé til marks um að fjár­mála­kerfið sé að ná fyrri til­trú og rek­ur það meðal ann­ars til þess að gagn­rýni hafi verið svarað með sam­ein­ingu bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, þannig að nú hafi aðeins einn aðili yf­ir­sýn og ábyrgð á fjár­mála­stöðug­leika. „Það er því gleðilegt að þessi nýi sam­einaði Seðlabanki njóti þessa trausts.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert