Bera sig varla án stuðnings

ikill verðmunur er á brauði milli verslana í dreifbýli og …
ikill verðmunur er á brauði milli verslana í dreifbýli og þéttbýlinu mbl.is/Kristinn Magnússon

Vandi dreif­býl­is­versl­ana um allt land staf­ar m.a. af óhag­kvæm­um inn­kaup­um, sam­keppni við lág­vöru­verðsversl­an­ir og háum flutn­ings­kostnaði. Hon­um verður ekki mætt nema með skil­virk­um stuðningsaðgerðum stjórn­valda og að fleiri stoðum verði skotið und­ir rekst­ur­inn.

Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn­ar­skýrslu Em­ils B. Karls­son­ar, sem hef­ur kort­lagt vanda dreif­býl­is­versl­un­ar um allt land og lagt fram sjö til­lög­ur að úr­bót­um.

Um 40 dag­vöru­versl­an­ir voru í byggðarlög­um með færri en 700 íbúa um sein­ustu ára­mót og hef­ur meiri­hluti þeirra farið í þrot einu sinni eða oft­ar. Þess­ar versl­an­ir lenda oft í víta­hring, þar sem rekst­ur­inn stend­ur ekki und­ir sér vegna fá­menn­is og íbú­um fækk­ar ef ekki er til versl­un á staðnum. Verðsam­an­b­urður sýn­ir að vöru­verð í dreif­býl­is­versl­un­un­um var að jafnaði 48% hærra en í lág­vöru­verðsversl­un­um. Grein­ing á minnstu versl­un­un­um leiðir í ljós að þær þyrftu að hafa 66% álagn­ingu til að vera sjálf­bær­ar.

Í Morg­un­blaðinu í dag bend­ir Emil á að litlu versl­an­irn­ar í dreif­býli kaupi oft inn úr lág­vöru­verðsversl­un­um og njóti ekki af­slátt­ar­kjara.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert