Mjög fáir hafa afþakkað bólusetningu

Ragnheiður segist ekki vita til þess að framlínustarfsfólk hafi afþakkað …
Ragnheiður segist ekki vita til þess að framlínustarfsfólk hafi afþakkað bólusetningu þó vissulega hafi ekki allir mætt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mjög fáir hafa afþakkað bólu­setn­ingu gegn Covid-19. Í þeim til­vik­um sem fólk hef­ur afþakkað er það helst ef það á ekki heiman­gengt, er illa fyr­ir­kallað eða veikt, að sögn fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Heil­brigðis­starfs­fólk, fram­lín­u­starfs­fólk og starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila hef­ur ekki afþakkað, eða í það minnsta ekki látið heilsu­gæsl­una vita af því. 

„Það kem­ur al­veg fyr­ir að fólk á ekki heiman­gengt, er veikt eða eitt­hvað illa fyr­ir­kallað,“ seg­ir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. „En þá er því vel­komið að koma næst þegar það er opið hús,“ bæt­ir Ragn­heiður við. 

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

Búa sig und­ir veik­indi

Hún seg­ir að bólu­setn­ing hafi gengið vel, í dag hafi fólk sem er 90 ára og eldra fengið seinni spraut­una af bólu­efni gegn Covid-19. Þá hafi 80 manns úr ald­urs­hópn­um mætt í dag í fyrstu bólu­setn­ingu en það fólk átti ekki heiman­gengt þegar ald­urs­hóp­ur­inn fékk sína fyrstu sprautu. Á föstu­dag verður starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila bólu­sett með bólu­efni AstraZeneca. Sú bólu­setn­ing klár­ast á föstu­dag í næstu viku. 

Ragn­heiður seg­ir að það virðist vera sem svo að stórt hlut­fall þeirra sem fá bólu­efni AstraZeneca veikist eft­ir fyrstu spraut­una. Flest­ir ná sér þó eft­ir sól­ar­hring. 

„Fólk er al­veg að búa sig und­ir það. Við bólu­setj­um á föstu­degi svo flest­ir fara í helg­ar­frí eft­ir bólu­setn­ing­una. Flest­ir eru að skipu­leggja sig þannig að það sé ekki mikið um að vera hjá þeim yfir helg­ina og tak­ast bara á við þetta,“ seg­ir Ragn­heiður. 

Heilsu­gæsl­an hef­ur ráðlagt fólki sem fær bólu­efni Astra Zeneca að taka verkja­töfl­ur að kvöldi bólu­setn­ing­ar­dags og jafn­vel morg­un­inn eft­ir. 

Bólu­setja 80+ í næstu viku

Í næstu viku koma skammt­ar af bólu­efni Pfizer/​Bi­oNTech til lands­ins og þá hefst bólu­setn­ing þeirra sem eru 80 ára og eldri. Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins nær ekki að bólu­setja hóp­inn í heild í næstu viku. Skammt­arn­ir duga lík­lega fyr­ir þá sem eru fædd­ir 1938 og fyrr. Til þess að bólu­setja all­an hóp­inn þarf Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins um 5.000 skammta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert