Símtöl beri vott um dómgreindarbrest

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.

Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðfangadag vegna atburðarins í Ásmundarsal bera að mati þingmanns Viðreisnar vott um dómgreindarbrest.

Undir liðnum störf þingsins sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, að sjálfstæði dómstóla, ákæruvaldsins og lögreglunnar sé súrefni þeirra.

Erindi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hefði getað sett Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra í mjög óþægilega stöðu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ spurði Þorbjörg Sigríður.

Hún bætti við að símtölin veki upp spurningar um skilning þess að snerta ekki einstökum málum. „Hegðun og gerðir ráðherra þennan dag finnst mér hins vegar mikill dómgreindarbrestur og kalla á það að ráðherra svari því af hvaða ástæðu hún hafði samband við lögreglustjóra þennan dag og eftir hverju hún var að leita,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert