Almar vill leiða VG í Suður­kjör­dæmi

Almar Sigurðsson.
Almar Sigurðsson. Ljósmynd/Aðsend

Almar Sigurðsson, eigandi gistiheimilisins á Lambastöðum, gef­ur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstri-grænna í Suður­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Almari. 

Almar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri-græna á síðustu árum, verið formaður svæðisfélags Vinstri-grænna í Árnessýslu, í stjórn kjördæmisráðs og sinnt formennsku í uppstillingarnefndum vegna bæði þing- og sveitarstjórnarkosninga. 

Almar er búsettur á Lambastöðum í Flóahreppi en fæddur og uppalinn á Selfossi. Hann segist vilja leggja áherslu á meðal annars náttúruvernd og endurheimt starfa í ferðaþjónustu. 

Ari Trausti Guðmunds­son, odd­viti VG í kjör­dæm­inu, hef­ur gefið út að hann ætli að hætta á þingi í lok kjör­tíma­bils. Auk Almars hafa Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, Ró­bert Mars­hall, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fyrr­verandi þingmaður tveggja flokka, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og Hólm­fríður Árna­dótt­ir gefið kost á sér til að leiða list­ann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert