Hænuskref í átt að bata

Tvær konur á miðjum aldri sem fengu Covid í upphafi …
Tvær konur á miðjum aldri sem fengu Covid í upphafi faraldursins eru enn að glíma við eftirköst, nú ári síðar. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Ása M. Ólafs­dótt­ir, starfsmaður mannauðsdeild­ar CCP, smitaðist lík­lega í Par­ís um miðjan fe­brú­ar í fyrra, en stuttu eft­ir heim­kom­una tók að líða yfir hana í tíma og ótíma. Sett­ur var gangráður í Ásu en ein­kenn­in héldu áfram; hiti, þurr hósti og verk­ir víða um lík­amann. Ása mæld­ist fyrst nei­kvæð í Covid-prófi en tveim­ur mánuðum síðar mæld­ist hún með sterkt mót­efni við Covid.

Blaðamaður sló á þráðinn til Ásu til að heyra hvernig gengi nú þegar ár er liðið frá því hún veikt­ist.

Gott að kom­ast í end­ur­hæf­ingu  

„Það er akkúrat ár síðan ég fékk öll yf­irliðin og lenti á hjarta­deild. Í dag líður mér bet­ur en fyr­ir ári en er ekki enn búin að ná mér. Bara síðast á sunnu­dag lá ég og gat ekki hreyft mig,“ seg­ir Ása sem er ný­kom­in af Reykjalundi þar sem hún var í end­ur­hæf­ingu í tvo og hálf­an mánuð.

Ása þurfti að fara á Reykjalund vegna verkja og veikinda …
Ása þurfti að fara á Reykjalund vegna verkja og veik­inda í kjöl­far Covid. Hún ótt­ast að verða aldrei góð. mbl.is/Á​sdís

„Það var mjög gott að mörgu leyti. Þarna hitti ég fólk í sömu stöðu og ég, en það hafði ég ekki gert áður. Ég hitti fólk sem skildi hvað ég var að ganga í gegn­um. Starfs­fólkið hafði brenn­andi áhuga á okk­ar ein­kenn­um og var að viða að sér þekk­ingu um lang­tíma­áhrif kór­ónu­veirunn­ar. Pró­grammið var sam­bland af hreyf­ingu, fyr­ir­lestr­um og sam­töl­um, auk rann­sókna. Staðan var tek­in í byrj­un og í lok­in og það mæld­ust fram­far­ir þótt það væru eng­in risa­stökk. En það var gott að sjá að ég er að ná bata smám sam­an. Þetta eru hænu­skref.“

Ótt­ast enn að verða ekki góð

Ása seg­ist hafa skráð hjá sér öll ein­kenn­in sem hún upp­lifði og voru þau 23 í byrj­un.

„Núna síðast þegar ég tékkaði voru þau þrett­án. Þannig að það er bati en maður vildi auðvitað sjá hann ger­ast hraðar. Titr­ing­ur­inn er far­inn en ég er enn með ósjálfráða kippi. Minn­is­leysið er enn slæmt; ég er enn með svima og ógleði, lítið út­hald og svefntrufl­an­ir. Og verk­ir í fingr­um eru enn hræðileg­ir og vekja mig á næt­urn­ar, en eru þó ekki eins slæm­ir og þeir voru,“ seg­ir Ása.  

„Ég ótt­ast enn að verða aldrei hundrað pró­sent góð.“

Hita­vella í marga mánuði

Inga María Leifs­dótt­ur fór að finna fyr­ir flensu­ein­kenn­um um svipað leyti og fyrsta op­in­bera smitið greind­ist hér­lend­is en hafði ekki verið í sam­skipt­um við nokk­urn sem var að koma frá áhættu­svæði. Hún taldi því eng­ar lík­ur á að hún væri smituð af kór­ónu­veirunni held­ur hélt þetta vera venju­lega flensu. En annað kom á dag­inn. Inga María greind­ist með Covid.

Nú, ári síðar, er hún enn ekki orðin al­veg góð. 

Inga María segir árið hafa tekið verulega á.
Inga María seg­ir árið hafa tekið veru­lega á. Ljós­mynd/​Saga Siguðardótt­ir

Eft­ir á að hyggja þá sést að fólk, og ég þar meðtal­in, vissi lítið um þessa veiru á þess­um tíma,“ seg­ir Inga María og seg­ist hafa glímt við eftir­köst veirunn­ar nán­ast allt síðasta ár.

„Þegar hái hit­inn var bú­inn hélt ég að ég væri slopp­in, en ég var með nokkr­ar komm­ur svo mánuðum skipti. Það var fyrst í haust að ég losnaði við hit­ann,“ seg­ir hún og seg­ir að þess­ari hita­vellu hafi fylgt þreyta, slen og óþæg­indi.

Lykt af svört­um pip­ar

Bein­verk­irn­ir sem Inga María lýsti í fyrra viðtal­inu vörðu í tæpt ár.

„Ég var dag­lega með bein­verki í að minnsta kosti tíu mánuði, sér­stak­lega í út­lim­um, sem var auðvitað mjög lýj­andi. Ég hélt alltaf að þeir hlytu að vera að fara að hverfa, en það leið og beið,“ seg­ir Inga María og seg­ir verk­ina hafa horfið fyrst nú í janú­ar.

Inga María seg­ir að bragð- og lykt­ar­skyn hafi komið aft­ur, en þó í breyttri mynd.

„Það ýkt­ist dá­lítið upp. Ég get alls ekki borðað lamb og held­ur ekki par­mes­an sem mér fannst sjúk­lega góður. Ég finn oft skrítna lykt sem hægt væri að lýsa eins og ég sé að þefa upp úr stauk af svört­um pip­ar.“

Son­ur­inn fékk Covid

„Svo þegar ég var kom­in aft­ur til vinnu í vor greind­ist son­ur minn með Covid og veikt­ist mikið, þótt oft veikist krakk­ar ekki illa. En hann var með háan hita og mik­inn hósta,“ seg­ir Inga María og seg­ir að ekk­ert í líf­inu hafi brotið sig jafn mikið og þessi kór­ónu­veiru­veik­indi.

„Það var aldrei hægt að rekja hvorki mitt né hans smit. Svo var svo mikið skiln­ings­leysi á sjúk­dóm­in­um,“ seg­ir Inga María sem nú sér loks fram á bjart­ari tíma.

„Mér líður bet­ur núna og það er allt á upp­leið.“

Nán­ar er rætt við Ásu og Ingu Maríu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert