Íslandsstofa sækir fram í Bretlandi

Biðstaða. Þota Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Biðstaða. Þota Icelandair á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi

Íslandsstofa undirbýr markaðssókn í Bretlandi á næstunni vegna bættra horfa í ferðaþjónustu.

Nánar tiltekið er horft til áforma bresku ríkisstjórnarinnar um að slaka á hömlum vegna kórónuveirufaraldursins en Bretar eru komnir lengra á veg í bólusetningu en flestar aðrar þjóðir.

Ferðamálastofa og Íslandsbanki spá allt að einni milljón erlendra ferðamanna á þessu ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert