Næstum öld liðin frá stærsta skjálftanum

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, meðal annars í nágrenni við Keili, hefur …
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, meðal annars í nágrenni við Keili, hefur verið mikil undanfarna daga. mbl.is/Árni Sæberg

Hinn 23. júlí 1929, eða fyr­ir næst­um einni öld, varð stærsti jarðskjálft­inn sem vitað er um að hafi orðið á Reykja­nesskaga. Hann var 6,3 að stærð, fannst víða um land og olli um­tals­verðu tjóni í Reykja­vík og ná­grenni.

Upp­tök skjálft­ans voru ná­lægt Brenni­steins­fjöll­um, lík­lega á hinu svo­kallaða Hval­hnúksmis­gengi.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­liti Páls Ein­ars­son­ar jarðeðlis­fræðings yfir jarðskjálfta­virkni á Reykja­nesskaga, sem var unnið vegna jarðskjálfta­hrin­unn­ar sem hef­ur gengið yfir und­an­farna daga.

Stærsti skjálft­inn í yf­ir­stand­andi hrinu mæld­ist 5,7 síðastliðinn miðviku­dag.

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

„Húsrið og mann­dauði“

Elsti skjálft­inn í yf­ir­liti Páls er frá ár­inu 1151. „Eld­ur uppi í Trölla­dyngj­um, húsrið og mann­dauði,“ er skrifað við ár­talið.

Minnst er á Suður­lands­skjálft­ann 17. júní árið 2000. Þrír skjálft­anna voru stærri en 5. Sá stærsti, sem var 5,9, átti upp­tök und­ir Kleif­ar­vatni.

Nýj­asti skjálft­inn sem til­greind­ur er í yf­ir­lit­inu er frá ár­inu 2013. Hann var 5,2 að stærð og átti upp­tök skammt aust­an Reykja­ness. Ekk­ert tjón varð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert