Ólafur bendir á skipulagsslys

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti. mbl.is/Golli

Að ætla sér að leysa umferðarvanda með því að fjölga akreinum er sjálfskaparvíti sem eykur aðeins á vandann. Þetta er útbreidd skoðun meðal úrbanista, stuðningsmanna almenningssamgangna, þéttrar byggðar og skipulags sem tekur mið af mannlífi en ekki einkabílnum.

Þeir virðast nú hafa fengið nýjan liðsmann, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta lýðveldisins. Á Twitter deilir Ólafur Ragnar þekktri mynd (meme-i jafnvel) þar sem hæðst er að tilraunum Houston-borgar í Bandaríkjunum til að leysa umferðarvanda með því að fjölga akreinum án þess þó að umferðin hafi nokkuð batnað.

„Snjöll afhjúpun á mistökum 20. aldarinnar,“ skrifar Ólafur Ragnar við myndina og fær góð viðbrögð. Meðal þeirra sem hafa endurbirt hana eru Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og alræmdur úrbanisti, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarsnesi og tengdasonur Ólafs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert