Snarpur skjálfti reið yfir

Skjálftar í nágrenni Keilis hafa fundist víða.
Skjálftar í nágrenni Keilis hafa fundist víða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn einn jarðskjálftinn varð fyrir skömmu og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að hann hafi mælst 4,3 að stærð og átti hann upptök sín vestur af Keili. 

Fyrir um klukkutíma síðan varð skjálfti af stærðinni 4,1 og átti hann upptök sín á svipuðum stað.

Sá skjálfti var aðeins minni en sá sem varð um hálftólfleytið í dag. Hann átti upp­tök sín norðaust­ur af Fagra­dals­fjalli. 

Skjálfti af stærð 4,7 mæld­ist norðaust­an við Fagra­dals­fjall klukk­an 00:19 í nótt og var það stærsti skjálfti næt­ur­inn­ar. 

Uppfært kl. 17.09:

Skjálftinn sem varð um hálffimmleytið í dag mældist 4,2 samkvæmt nýjustu upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Hann er sá stærsti síðan um klukkan hálftólf í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert