Hraunflæðilíkanið tekur breytingum

Vísindamenn að störfum á Reykjanesskaga.
Vísindamenn að störfum á Reykjanesskaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur unnið og birt nýtt hraunflæðilíkan.

Helsta breytingin frá því líkani sem birt var á föstudagskvöld er sú að nú er talið líklegast að norðurhluti Mið-Reykjanesskagans verði undir hrauni, fari svo á annað borð að upp komi gos.

Miðað er við að gos yrði á því svæði sem líklegast þykir miðað við skjálftavirkni síðustu daga, þ.e. við Trölladyngju.

Fljótt á litið er líkanið keimlíkt því sem birt var …
Fljótt á litið er líkanið keimlíkt því sem birt var á föstudag. Líklegra þykir þó nú að hraun rynni norður í stað suðurs.

Tímafrekir útreikningar

Hópurinn tekur fram að líkur á því að hraun renni til suðurs hafi minnkað. Sá möguleiki sé þó enn til staðar.

„Eins og áður hefur komið fram ber að líta á svona greiningu sem spá og hjálp í að skilja hvað getur gerst ef til elds kemur,“ segir í færslu hópsins á Facebook.

„Þá skal og tekið fram að þrátt fyrir að þessir útreikningar séu tímafrekir, á það aðeins við þegar umfangsmikil svæði eru undir. Þegar og ef við vitum nákvæmlega hvar gossprungan verður gengur þetta hraðar fyrir sig og ættu hraunhermislíkön að geta verið nokkrum skrefum á undan hraunrennslinu sjálfu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert