Þvertaka fyrir að vera í samkrulli

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi. Samsett mynd

Frá­sagn­ir þess efn­is að Gunn­ar Smári Eg­ils­son sósí­al­ista­for­ingi hafi verið tíður gest­ur á skrif­stofu Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, nú í aðdrag­anda for­manns­kjörs VR hafa heyrst víða und­an­farið. Þá hef­ur heyrst að Gunn­ar Smári ráðleggi Ragn­ari Þór fyr­ir for­manns­kjörið og brýni fyr­ir hon­um mál­flutn­ing sósí­al­ista. 

Í sam­tali við mbl.is þver­tek­ur Ragn­ar Þór fyr­ir það og seg­ir slíkt sam­krull vera „úr eins lausu lofti gripið og hugs­ast get­ur“.

Hann seg­ir Gunn­ar Smára hvorki hafa ráðlagt sér né heim­sótt sig á skrif­stofu sína. „Hann kem­ur ekki ná­lægt minni kosn­inga­bar­áttu, og hef­ur ekki gert,“ seg­ir Ragn­ar Þór.

Þá seg­ir Ragn­ar Þór skrif­stofu sína hafa verið lokaða und­an­farið vegna Covid-19. 

„Við höf­um ekki verið að taka á móti fólki nema þeim sem þurfa á mestri aðstoð að halda, t.d. í gegn­um Virk-starf­send­ur­hæf­ing­una,“ seg­ir Ragn­ar Þór. 

Gunn­ar Smári neit­ar sömu­leiðis

„Ég hef ekki heim­sótt Ragn­ar Þór tölu­vert lengi,“ seg­ir Gunn­ar Smári í sam­tali við mbl.is. Hann tel­ur Ragn­ar Þór ekki þurfa á nein­um ráðlegg­ing­um að halda þar sem hann er formaður VR. „Það væri skrýt­inn maður sem kæmi inn af göt­unni og ætlaði að segja hon­um hvernig ætti að tala við fé­laga í VR,“ seg­ir Gunn­ar Smári. 

Hann tel­ur umræður meðal fé­laga Sósí­al­ista­flokks­ins um for­manns­kjör VR ekki meiri en ann­ars staðar og þætti ekki óeðli­legt að þær væru meiri. „Þetta eru mest spenn­andi kosn­ing­arn­ar núna, fólk fær ekki einu sinni að kjósa í Eurovisi­on,“ seg­ir Gunn­ar Smári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert