15 í einangrun – 107 í sóttkví

Það verður nóg að gera við að taka á móti …
Það verður nóg að gera við að taka á móti fólki í sýnatöku vegna Covid-19 í dag og fara yfir niðurstöður þeirra. AFP

Fjölgað hefur um fimm í einangrun frá því fyrir helgi og eru þeir nú alls 15 talsins. 107 eru í sóttkví vegna Covid-19. Nú eru 794 í skimunarsóttkví sem er svipaður fjöldi og fyrir helgi.

Á covid.is kemur fram að einn hafi greinst við einkennasýnatöku 5. mars og tveir hinn 6. mars. Enginn hafi greinst í gær með Covid innanlands í gær. Einn greindist með mótefni á landamærunum í gær en einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. 

Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er nú 1,1 og 2,7 á landamærunum. Miðað er við síðustu tvær vikur.

Í gær var greint frá því að tveir hefðu greinst um helgina utan sóttkvíar en þeir smituðust væntanlega af snertifleti á stigagangi en íbúi í sama húsi greindist með smit við seinni skimun á landamærunum.

Hinn 6. mars greindist einn með virkt smit í fyrri sýnatöku en einn með mótefni. 5. mars var eitt virkt smit greint við seinni sýnatöku og hinn 4. mars einnig, það er eitt smit sem greindist við sýnatöku 2 á landmærunum. Einn var með mótefni þann dag.

Í gær voru tekin 353 sýni á landamærunum (skimun 1 og 2) en 251 innanlands. 

Af þeim sem eru í einangrun eru 12 búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru 95 í sóttkví. Á Suðurnesjum er eitt smit og einn í sóttkví en á Suðurlandi eru tvö smit og sex í sóttkví. Á Norðurlandi eystra er ekkert smit en tveir í sóttkví og á Vesturlandi er einn í sóttkví. Einn er óstaðsettur í hús. 

Mest fjölgun smita er í aldurshópnum 30-39 ára en þar eru sex smit en voru þrjú fyrir helgi. Einn er með Covid-19 á aldrinum 13-17 ára, fimm á aldrinum 18-29 ára og einn á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka