Eldgos æ líklegra

Kristín Jónsdóttir, fag­stjóri nátt­úru­vá­r hjá Veður­stof­unni.
Kristín Jónsdóttir, fag­stjóri nátt­úru­vá­r hjá Veður­stof­unni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er heil­mik­il virkni enn í gangi og ný gervi­tungla­mynd frá því í gær­kvöldi sýn­ir að kviku­gang­ur­inn milli Keil­is og Fagra­dals­fjalls er að stækka og það er að byggj­ast upp þrýst­ing­ur í hon­um,“ seg­ir Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri á sviði nátt­úru­vá­r hjá Veður­stof­unni.

Frem­ur stór skjálfti reið yfir klukk­an 8.50 í morg­un og reynd­ist hann vera 4,6 stig og í nótt mæld­ist skjálfti af stærð 5,1 kl. 3.14 í suðvest­ur­horni Fagra­dals­fjalls. 

Heild­ar­fjöldi skjálfta fór í dag yfir 34.000 í hrin­unni á Reykja­nesskaga sem hófst fyr­ir tveim­ur vik­um.

Krist­ín seg­ir gervi­tungla­mynd­ina benda til þess að það sé frek­ar stöðugt flæði kviku inn í kviku­gang­inn. „Síðan bregst jarðskorp­an þannig við að það verður hrinu­kennd jarðskjálfta­virkni og ein­staka sinn­um stærri skjálft­ar.

Á mánu­dag kom fram að kviku­gang­ur­inn væri á um eins kíló­metra dýpi þar sem hann er lengst til suðvest­urs og hef­ur hann haldið áfram að grynn­ast. Spurð hvort þetta muni enda með eld­gosi seg­ir Krist­ín lík­urn­ar á því aukast:

„Ég held við þurf­um að gera ráð fyr­ir því og á meðan þetta er í gangi aukast lík­urn­ar. Auðvitað er þetta búið að standa yfir í nokkra daga og við erum ekki að sjá nein merki þess að þessu muni linna. Mögu­leik­inn á eld­gosi verður alltaf lík­legri, eft­ir því sem líður á.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert