Einmana en afkasta miklu

Margir telja afköst sín meiri þegar þeir eru heima í …
Margir telja afköst sín meiri þegar þeir eru heima í fjarvinnu en á vinnustaðnum. AFP

Um 55% háskólamenntaðra starfsmanna telja að afköst þeirra séu meiri þegar þeir eru heima í fjarvinnu en á vinnustaðnum en aðeins 13% eru ósammála því.

Um 96% svarenda í nýrri könnun meðal félagsmanna í aðildarfélögum BHM segjast geta sinnt venjulegum verkefnum heima í fjarvinnu að einhverju leyti. Aðeins um 16% unnu heima áður en veirufaraldurinn hófst en hlutfallið er nú komið í 74%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í ljós kemur að 46% vinna lengri vinnudaga heima en á vinnustað. Þá segja 60% að fjarvinnunni fylgi einmanaleiki. Svarendur vilja að réttur til fjarvinnu verði tryggður í kjarasamningum og mikið er rætt um að setja þurfi reglur um réttinn til að aftengjast, að sögn hagfræðings BHM.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert