Lítill hluti hyggst afþakka bólusetningu

Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

94% landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru 5% sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu.

Þetta kemur fram í könn­un sem MMR fram­kvæmdi á tíma­bil­inu 5. til 10. mars 2021. Heildarfjöldi svarenda var 951 einstaklingur, 18 ára og eldri.

Svarendur 68 ára og eldri reyndust líklegastir til að segjast munu þiggja eða hafa þegið bóluefni (97%) en svarendur á aldrinum 18-29 ára ólíklegastir (93%).

Stuðningsfólk Samfylkingarinnar (99%), Vinstri-grænna (98%) og Sjálfstæðisflokksins (95%) reyndist líklegast allra til að þiggja bóluefni en stuðningsfólk Miðflokksins (77%) ólíklegast.

 Alls kváðust 17% stuðningsfólks Miðflokksins, 8% stuðningsfólks Pírata, 7% stuðningsfólks Framsóknar og 6% stuðningsfólks Viðreisnar hafa eða ætla að afþakka bóluefni AstraZeneca en stuðningsfólk Miðflokksins (10%) og Pírata (7%) reyndist einnig líklegra en aðrir til að hafa eða ætla að afþakka bóluefni Janssen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert