Meðan kvikugangurinn stækkar þarf að gera ráð fyrir gosi

Fagradalsfjall.
Fagradalsfjall. Eggert Jóhannesson

Skjálfta­virkni nær nú upp af daln­um Nátt­haga suður af Fagra­dals­fjalli en það gef­ur vís­bend­ing­ar um að þar liggi syðsti endi kviku­gangs­ins. Þetta eru niður­stöður fund­ar Vís­indaráðs al­manna­varna um jarðskjálfta­hrin­una á Reykja­nesskaga.

Mik­il skjálfta­virkni hef­ur verið á svæðinu suður af Fagra­dals­fjalli frá því á miðnætti og rétt fyr­ir átta í morg­un mæld­ist þar skjálfti sem var 5,0 að stærð.

Seg­ir þá í til­kynn­ingu frá Vís­indaráði að úr­vinnsla á gps-mæl­ing­um sýni að kviku­gang­ur­inn held­ur áfram að stækka en þó er óvissa um hversu hratt kvikuflæðið sé.

„Líkt og áður hef­ur komið fram í til­kynn­ing­um vís­indaráðs, að meðan kviku­gang­ur­inn held­ur áfram að stækka, þá þarf að gera ráð fyr­ir því að gosið geti á svæðinu. Eft­ir því sem nú­ver­andi ástand var­ir leng­ur aukast lík­ur á gosi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ólík­legt að það gjósi neðan­sjáv­ar

„Ef horft er til gos­sög­unn­ar og jarðfræðirann­sókna á svæðinu er ólík­legt að gossprunga sem opn­ast suður af Fagra­dals­fjalli nái til sjáv­ar. Eins og staðan er núna er því ólík­legt að það gjósi neðan­sjáv­ar með til­heyr­andi öskugosi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Á fund­in­um var mögu­leg gasmeng­un einnig rædd. Áður en til þess­ara hrær­inga kom var ein­ung­is ein mælistöð á Reykja­nesskaga sem mældi brenni­steins­díoxíð (SO2). Um­hverf­is­stofn­un hef­ur nú bætt við tveim­ur mæl­um, ein­um í Vog­um og öðrum í Njarðvík, og hyggst bæta við mæl­um í Reykja­nes­bæ.

„Veður­stof­an hef­ur sett upp dreifilík­an sem spá­ir fyr­ir um dreif­ingu gasmeng­un­ar út frá veður­spá hverju sinni. Með mæl­ing­um og dreifilíkan­inu er hægt að meta áhrif meng­un­ar af völd­um mögu­legs goss á íbúa á svæðinu og senda í fram­hald­inu út til­kynn­ing­ar með skila­boðum um viðeig­andi viðbrögð,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­unni.

Til­kynn­ingu Vís­indaráðs al­manna­varna má finna á vefsíðu al­manna­varna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert