Misrétti, ójöfnuður og því miður fátækt

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Kerf­is­bundið mis­rétti viðgengst víða, ójöfnuður er of mik­ill og hér þrífst því miður fá­tækt, rétt fyr­ir fram­an nefið á okk­ur. Slíkt á aldrei að viðgang­ast í ís­lensku sam­fé­lagi!“ seg­ir Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í ræðu sem hann flutti á ra­f­ræn­um flokk­stjórn­ar­fundi í dag.

Hann seg­ir að ekki hafi verið fjár­fest nægi­lega í okk­ar mik­il­væg­ustu stoðum sem þýðir að margt fólk get­ur ekki sótt sér viðun­andi heil­brigðisþjón­ustu eða hef­ur ekki efni á að sækja sér mennt­un við hæfi; og veg­ir, raf­magns- og fjar­skiptainnviðir full­nægja víða ekki ör­yggis­kröf­um.

„Það er ekki í lagi, og því vilj­um við breyta. Til viðbót­ar bæt­ast við nýj­ar og risa­stór­ar áskor­an­ir, eins og lofts­lag­sógn­in og tækni­bylt­ing­in. Allt verk­efni sem krefjast kjarks og fram­sýni - mark­vissra og skap­andi lausna. Þess vegna erum við hér, ein­beitt í að láta til okk­ar taka!“

Logi þakkaði fyr­ir góða leiðsögn sótt­varn­ar­yf­ir­valda, stór­kost­leg af­rek fram­línu­fólks og sam­taka­mátt al­menn­ings sem hef­ur verið til­bú­inn að breyta lífi sínu og færa áður óþekkt­ar fórn­ir í þágu sam­fé­lags­ins okk­ar.

Rík­is­stjórn­in áttaði sig ekki á eðli krepp­unn­ar

„En það verður að draga skörp skil á milli sótt­varn­ar þátt­ar far­ald­urs­ins – sem leidd­ur var af fær­ustu sér­fræðing­um og hins efna­hags­lega – sem stýrt var af rík­is­stjórn­inni. Og nú er heild­ar­mynd­in af efna­hagsaðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar síðasta ár far­in að skýr­ast: Hún sýn­ir okk­ur að rík­is­stjórn­in áttaði sig ekki á eðli þess­ar­ar kreppu.

Fjár­mála­hrunið 2009 birt­ist í falli gjald­miðils – stökk­breytt­um lán­um – verðbólgu og ekki síst láns­fjár­kreppu rík­is­ins. Við fund­um flest fyr­ir þeirri kreppu með ein­um eða öðrum hætti. Covíd krepp­an skek­ur hins veg­ar fyrst og fremst til­tekna hópa. Hún er at­vinnukreppa sem bitn­ar lang harðast á fólki sem misst hef­ur vinn­una - og fyr­ir­tækj­um í af­mörkuðum grein­um. - Þetta lá fyr­ir í upp­hafi og viðbrögð stjórn­valda hefðu frá frá fyrsta degi átt að miðast við þetta – beina aðstoðinni með mark­viss­ari hætti til þeirra sem þurftu aðstoð. Viðbrögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar komu seint fram, aðgerðirn­ar voru til­vilj­ana­kennd­ar og marg­ar komust illa til fram­kvæmda: Ein­staka aðgerðir unnu síðan bein­lín­is gegn öðrum.

Þannig var lang­besta úrræðið, hluta­bóta­leiðin gelt með upp­sagna­leiðinni sem fylgdi í kjöl­farið. Í stað þess viðhalda ráðninga­sam­bandi og verja af­komu fólks, voru fyr­ir­tæk­in bein­lín­is hvött til að segja upp fólki. Þarna op­in­beraði rík­is­stjórn­in skiln­ings­leysi sitt á aðstæðum.

Í stað þess að beina nægu fjár­magni þangað sem þörf­in var mest, til heim­ila þeirra sem misstu vinn­una, þeirra sem voru þegar í erfiðri stöðu fyr­ir og lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja sem urðu fyr­ir nátt­úru­ham­förum – fabúl­eruðu ráðamenn um hætt­urn­ar af því að hækka at­vinnu­leys­is­bæt­ur þessa fólks,“ sagði Logi á flokks­stjórn­ar­fund­in­um.

Pen­ing­ar flæddu inn á fast­eigna- og verðbréfa­markaðinn 

Hann sagði að rík­is­stjórn­in hafi látið Seðlabank­an­um það eft­ir að koma pen­ing­um í um­ferð  sem flæddu inn á fast­eigna- og verðbréfa­markaðinn, kyntu und­ir eft­ir­spurn og ýttu upp eigna­verði.

„En runnu ekki til þeirra sem þurftu mest á þeim að halda. Það fólk hef­ur neyðst til að tæma sparnað sinn eða skuld­setja sig til að mæta gríðarlega erfiðum aðstæðum - sem það gat þó hvorki séð fyr­ir eða bar nokkra ábyrgð á.

Af­leiðing­arn­ar eru að þau sem áttu mikið eiga nú ennþá meira.

Fjár­málaráðherra hef­ur áhyggj­ur af verðbólgu. Og einna helst áhrif launa­hækk­ana á verðbólg­una –. Hann ræðir minna um einn stærsta áhrifa­vald­inn á verðbólg­una þessa dag­ana; krón­una. Lönd með ör­mynt geta ekki leyft sér að auka pen­inga­magn í um­ferð án þess að nýta þá pen­inga mjög skyn­sam­lega. Það er ótrú­legt að hlusta á fjár­málaráðherra horfa al­gjör­lega fram hjá stærsta áhrifa­valdi verðbólg­unn­ar í dag, veik­ingu krón­unn­ar, en með velþókn­un á mörg hundruð millj­arða af nýju fjár­magni sem fer í örvun fjár­mála­markaða, en ekki til hag­vaxt­ar­hvetj­andi verk­efna; innviða, ráðninga á fólki. Það er svona sam­spil, lé­leg nýt­ing á fjár­magni og of marg­ar krón­ur í um­ferð, sem veikja krón­una. Og auka ójöfnuð í land­inu.

Þetta er rík­is­stjórn sem er sátt við eigna­bólu og sátt við ör­mynt. Báðir þætt­ir eru í þágu þeirra fáu, þeirra eigna­mestu. Ekki í þágu þjóðar­inn­ar. Að sama skapi hefðu stjórn­völd sem skilja eðli ábyrgr­ar hag­stjórn­ar sett miklu meira púður í op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar til að mæta slak­an­um í hag­kerf­inu – staðreynd­in er að op­in­ber fjár­fest­ing dróst sam­an um 9,3 pró­sent í fyrra, í sögu­legri kreppu,“ sagði Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars í ræðu sinni í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert