Ekki allir bólusettir velkomnir

Biðröð í bólusetningu í Laugardashöll.
Biðröð í bólusetningu í Laugardashöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvorki er tekið við bólusetningar- né mótefnisvottorðum á landamærum Íslands ef komufarþegi kemur frá ríki utan Schengen-samstarfsins, en það er gert að tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins.

Þetta hefur þær afleiðingar að hinum sístækkandi hópi bólusettra ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína er meinaður aðgangur að landinu, en þessar þjóðir hafa myndað stærstu ferðamannahópa á Íslandi undanfarin ár.

„Þetta er auðvitað afar slæmt fyrir okkur,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en bendir á að pólitískur vilji sé til reglubreytinga.

Hann telur þó ólíklegt að stjórnvöld á Íslandi breyti landamærafyrirkomulaginu einhliða. „Ég veit ekki hvenær þessu banni verður aflétt en það verður vonandi fyrir ágústmánuð,“ segir hann, í Morgunblaðinu í dag. „En eins og staðan er í dag er þetta eins og að giska á lottótölurnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka