Hjól Lífar horfið

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG.
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjól Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa VG, var tekið ófrjálsri hendi um helgina. Annaðhvort var það tekið við Ráðhúsið í Reykjavík eða bak við heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur.

Líf deilir mynd af hjólinu í facebook-hópnum „Vesturbærinn“ þar sem hún segir að hjólið sé hennar helsti fararskjóti alla daga.

Missirinn er því mikill þótt hún segi hjólið sjálft hvorki nýtt né ómótstæðilega glæsilegt. Henni þætti vænt um ef fólk hefði augun hjá sér.

Hjól Lífar er fremst á myndinni.
Hjól Lífar er fremst á myndinni. Ljósmynd/Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert