Segja tæmingu hafa óveruleg áhrif

Álftir við Árbæjarstíflu þegar lónið var tæmt í október á …
Álftir við Árbæjarstíflu þegar lónið var tæmt í október á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Orkuveita Reykjavíkur segir að leitað hafi verið álits fuglafræðings áður en Árbæjarlón í Elliðaárdal var tæmt í haust. Hafi fuglafræðingurinn talið, að áhrif á fuglalíf á svæðinu yrðu óveruleg eftir tæmingu og að álftaparið sem orpið hefur í hólmanum muni halda því áfram.

Þetta kemur fram í athugasemd sem OR sendi frá sér vegna ummæla Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa, í Morgunblaðinu í gær, um að raunveruleg hætta sé á að fuglalífið við Árbæjarstíflu deyi út vegna tæmingar lónsins.

Þá segir Orkuveitan að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar í desember 2019. „Þar með féllu allar heimildir um að reka lón úr gildi og OR bar því skylda til þess að tæma lónið. Ákvörðunin um að tæma lónið er rekstrarlegs eðlis og var því ekki borin undir stjórn. Stjórn OR var hins vegar vel upplýst á öllum stigum málsins.

Þá er því haldið fram að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í samráði við Náttúrufræðistofnun, borgaryfirvöld og skipulagsyfirvöld. Líkt og margítrekað hefur komið fram voru allir þessir aðilar upplýstir áður en lónið var tæmt,“ segir í athugasemd Orkuveitu Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert