Marta himinlifandi með sætaskiptin

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Oddvitinn [Eyþór Arnalds] bað mig að fara í skipulags- og samgönguráð og að sjálfsögðu varð ég við þeirri ósk.“ Þetta segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í  Morgunblaðinu í dag.

Marta og Hildur Björnsdóttir, samherji hennar í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna, hafa sætaskipti í ráðum borgarinnar. Marta víkur úr skóla- og frístundaráði og fer í skipulags- og samgönguráð og Hildur fer í hina áttina. Breytingarnar gilda að sögn Mörtu út kjörtímabilið.

„Ég hef mikinn áhuga á skipulagsmálum og hef látið til mín taka á þeim vettvangi,“ segir Marta og bætir við að augljóst sé að skerpa þurfi á áherslum sjálfstæðismanna í málaflokknum. „Ég er himinlifandi,“ segir Marta þegar hún er spurð hvort hún sé ánægð með þessa breytingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert