Um ólögmæta hótun að ræða

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir að ummæli talsmanns sérgreinalækna í sjónvarpsþættinum Kveik um að mögulega þyrfti að hætta að hafa milligöngu á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjúklinga feli í sér illa dulbúna hótun.

Kolbeinn sagðist undir liðnum störf þingsins telja þetta ólögmæta hótun sem fari gegn 23. grein laga um heilbrigðisstarfsmenn þar sem fram kemur að sjúklingar verði ekki fyrir óþarfa útgjöldum eða óþægindum. 

Hann benti á sameiginlega yfirlýsingu frá Alþýðusam­bandi Íslands, BSRB og Öryrkja­banda­lagi Íslands þar sem kemur fram að geri sér­fræðilækn­ar al­vöru úr hót­un sinni munu sjúk­ling­ar að öll­um lík­ind­um þurfa að leggja út fyr­ir öll­um kostnaði og sækja svo end­ur­greiðslu frá SÍ. Slík inn­heimta myndi bitna harka­lega á sjúk­ling­um og hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir líf­eyr­isþega og lág­tekju­hópa.

„Ég tel ólíðandi að í deilu sinni við Sjúktatryggingar hóti sérgreinalæknar þessu sem mun bitna á sjúklingum og hóti lögbroti í eiginhagsmunaskyni," sagði Kolbeinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka