Brot á sóttvarnalögum eða eðlileg ráðstöfun?

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að opna landa­mær­in fyr­ir fólki sem kem­ur frá lönd­um utan Schengen fram­vísi það vott­orðum. Þetta virðist rík­is­stjórn­in hafa gert að höfðu sam­ráði við ferðaþjón­ust­una, enda eru þar mikl­ir hags­mun­ir í húfi sem við höf­um öll skiln­ing á,“ sagði Guðmund­ur Andri Thors­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag.

Hann sagði ýmsa hættu fylgja þessu og litakóðun­ar­kerfi á landa­mær­um sem tek­ur gildi 1. maí næst­kom­andi þegar ferðafólk frá „græn­um lönd­um“ þarf ein­göngu að fram­vísa niður­stöðum úr nei­kvæðu PCR-prófi og fara í skimun á landa­mær­um.

Guðmund­ur spurði Bjarna Bene­dikts­son fjár­mál­ráðherra og formann Sjálf­stæðis­flokks­ins hvort mögu­legt væri að þetta stang­ist á við 12. grein sótt­varna­laga og sagði að Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hefði ekki verið með í ráðum varðandi þessi mál.

Ráðherra ákveður að feng­inni til­lögu sótt­varna­lækn­is hvort grípa skuli til op­in­berra sótt­varn­aráðstaf­ana“,“ sagði Guðmund­ur Andri þar sem hann vitnaði í hluta 12. grein­ar­inn­ar og spurði hvort lög­lega væri staðið að þess­ari ákvörðun.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Bjarni sagði málið efn­is­lega snúa að því að á landa­mær­um hyggj­umst við taka það gilt ef fólk er með viður­kennt bólu­setn­ing­ar­vott­orð.

Trú­um við því ekki að bólu­setn­ing­in dugi og virki?

Við skul­um aðeins velta þessu fyr­ir okk­ur: Bólu­setj­um við ekki nú í dag eins hratt og við get­um? Trú­um við því ekki að sú bólu­setn­ing muni duga og virka? Höf­um við ekki boðað það að þegar við höf­um bólu­sett þjóðina get­um við dregið úr sótt­varna­höml­um og tak­mörk­un­um á venju­legu lífi fólks vegna þess að bólu­efnið muni duga til að koma í veg fyr­ir að við búum við hætt­una á því að of­gera heil­brigðis­kerf­inu, að þar legg­ist inn of marg­ir, til þess að ekki sé reynt á þanþol heil­brigðis­kerf­is­ins og marg­ir séu í lífs­hættu? Trú­um við þessu eða ekki?“ sagði Bjarni.

Guðmund­ur Andri sagðist auðvitað trúa því að bólu­efn­in muni virka og breyta ís­lensku þjóðlífi til hins betra. Hans fyr­ir­spurn sner­ist hins veg­ar ekki um það.

Án sam­ráðs við sótt­varna­lækni

Þetta snýst um að fara að sótt­varna­lög­um, fara að 12. grein sótt­varna­laga þar sem seg­ir, með leyfi for­seta: „Ráðherra ákveður að feng­inni til­lögu sótt­varna­lækn­is hvort grípa skuli til op­in­berra sótt­varn­aráðstaf­ana“ og svo fram­veg­is. Það hef­ur ekki verið gert hér. Það hef­ur komið fram hjá sótt­varna­lækni að ekki hafi verið haft sam­ráð við hann og hann hef­ur látið á sér skilja að hon­um þyki þetta óráðlegt og ótíma­bært. Því spyr ég hæst­virt­an ráðherra aft­ur hvort hann telji að hér hafi verið farið að lög­um,“ sagði Guðmund­ur Andri.

Bjarni sagðist ekki hafa neina skoðun á því hvort mál­in stand­ist 12. grein lag­anna. Málið hafi stór­kost­lega efn­is­lega þýðingu fyr­ir íbúa þessa lands, ekki bara í efna­hags­legu til­liti, held­ur líka varðandi frelsi inn­an lands til að end­ur­heimta fyrra líf.

Hér er hæst­virt­ur þingmaður að láta í það skína að það sé verið að taka mikla áhættu með því að treysta á bólu­efn­in, að við þurf­um að gæta okk­ar á því að fara ekki fram úr okk­ur. Ef þessi mál­flutn­ing­ur á að ráða för hlýt­ur hann eins að gilda gagn­vart fólki hér inn­an lands eins og þeim sem koma bólu­sett­ir yfir landa­mær­in. Það þýðir þá það, ef menn trúa þessu alla leið, að al­menn bólu­setn­ing hér inn­an lands verði ekki lyk­ill­inn að því að end­ur­heimta fyrra frelsi. Ég segi þetta vit­andi allt um það að ný af­brigði veirunn­ar geta komið upp sem þarf að bregðast við. En að því gefnu að við séum ekki að glíma við eitt­hvað slíkt finnst mér þetta hafa verið mjög eðli­leg ráðstöf­un hjá ráðherr­an­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert