Heræfing við Íslandsstrendur

B-2-þota Bandaríkjahers.
B-2-þota Bandaríkjahers. Ljósmynd/Bandaríkjaher/Heather Salazar

Fjórar bandarískar herþotur æfðu skammt frá Íslandsströndum í fyrradag að því er segir í fréttatilkynningu frá flugher Bandaríkjanna. 

Um var að ræða tvær  B-2 Spirit-þotur frá herstöðinni í Missouri og tvær B-1B Lancers-herþotur frá Texas. Um var að ræða æfingaflug þar sem meðal annars var lögð áhersla á flug að næturlagi sem og að geta brugðist við hættuástandi í heiminum. 

Fyrr í mánuðinum æfðu flugmenn tveggja bandarískra B-1B Stealth-herþota lágflug yfir Eystrasaltsríkin ásamt dönskum, pólskum, þýskum og ítölskum flughermönnum. Jafnframt var Bandaríkjaher með æfingaflug á B-1-sprengjuflugvélum yfir Íslandi í lok febrúar.

Frétt á Sputnik

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert