Engu fórnað fyrir aðra bylgju

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. mbl.is/Sigurður Unnar

Þessi ákvörðun núna snýr ein­göngu að fyr­ir­komu­lagi sem hef­ur verið í gangi í tölu­verðan tíma er út­víkkað,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, er hún og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra ræddu nýj­ar ráðstaf­an­ir á landa­mær­um í beinu streymi á face­book.

Bæði Bret­um og Banda­ríkja­mönn­um, helstu ferðaþjóðum til Íslands, og öðrum þjóðum utan Schengen-sam­starfs­ins verður kleift að koma til lands­ins á ný hafi þeir gild bólu­efna­vott­orð eða mót­efna­vott­orð vegna kór­ónu­veiru­smits.

Áslaug Arna og Þór­dís Kol­brún sögðu ákvörðun varðandi litakóðun­ar­kerfi á landa­mær­um, sem tek­ur gildi 1. maí, allt annað mál og tengd­ist þessu ekki neitt.

Þór­dís Kol­brún benti á að eng­in sótt­varnarök væru að baki því að hafa mis­mun­andi regl­ur á milli ferðafólks frá til að mynda Þýskalandi og Bretlandi. Ákvörðunin væri ekki stór út frá sótt­varna­sjón­ar­miði en stór út frá efna­hags­sjón­ar­miði.

Get­ur hraðað viðspyrn­unni

Við treyst­um bólu­setn­ing­ar­ferl­inu og erum að opna fyr­ir bólu­sett­um,“ sagði Áslaug Arna og benti á að áfram­hald­andi verk­efni snúi að því að bólu­setja fólk inn­an­lands. Enn frem­ur vitnaði hún í orð sótt­varna­lækn­is um að góð vörn væri í vott­orðum. Tryggja þurfi að ekki komi fölsuð vott­orð og sér­fræðing­ar greini þau. Áslaug Arna taldi ólík­legt að ferðamenn falsi vott­orð en sekt­ir vegna þess séu háar og áhætt­an ein­fald­lega of mik­il.

„Þetta get­ur skapað hraðari viðspyrnu og minna at­vinnu­leysi í sum­ar. Bólu­sett fólk er þá að plana ferðir hingað í sum­ar,“ sagði Áslaug Arna og ít­rekaði að ekki stafaði hætta af bólu­sett­um.

Bólusettir eru velkomnir til landsins.
Bólu­sett­ir eru vel­komn­ir til lands­ins. AFP

Bólu­sett fólk geti eðli­lega ferðast milli landa

Við erum ekki að taka ein­hverja stór­kost­lega áhættu með því að taka á móti fólki sem er þegar bólu­sett. Við erum löngu búin að taka þá ákvörðun að treysta vís­ind­un­um, það eru kom­in bólu­efni og fólk sem er bólu­sett get­ur þá eðli­lega farið á milli landa,“ sagði Þór­dís Kol­brún og hélt áfram:

„Hversu lengi er hægt að rétt­læta það að við séum yfir höfuð með lokuð landa­mæri þegar við erum búin að bólu­setja stærri hóp fólks held­ur en nú er en þó ekki alla? Sú ákvörðun hef­ur ekki verið tek­in að við ætl­um hér á næstu árum að vera með full­kom­lega veiru­frítt land. Von­andi verður það þannig að það verði ekki það sama að ein­hver ein­stak­ling­ur grein­ist með Covid eft­ir 18 mánuði held­ur en það var í apríl í fyrra. Það er al­gjör ógjörn­ing­ur að bíða eft­ir því að all­ir verði bólu­sett­ir á Íslandi til þess að taka á móti bólu­settu fólki frá út­lönd­um.“

Ekki fest­ast í gildru ástands­ins

Áslaug Arna sagði að með þessu væri ekki verið að fórna einu né neinu fyr­ir aðra bylgju. Mark­miðið fyr­ir ári síðan hafi verið að vernda viðkvæma hópa og passa að heil­brigðis­kerfið réði við álagið. Ekki mætti fest­ast í gildru ástands­ins; tak­mark­ana og lít­ils ferðaf­rels­is og því væri nauðsyn­legt að liðka til eins fljótt og auðið er.

Það er ekki hægt að halda veirunni al­farið fyr­ir utan eins og við vit­um. Það koma enn upp smit og við þurf­um að fara að meta áhætt­una en skrefið með bólu­setn­ing­ar­vott­orðin er afar var­færið skref. Það er mjög erfitt að segja að það muni valda auk­inni smit­hættu,“ sagði Áslaug Arna.

Þór­dís Kol­brún tók und­ir þetta og sagði eðli­legt að fólk hefði áhyggj­ur og eng­inn vildi taka stór skref til baka. „Fólk vill fara um og njóta sum­ars­ins. Við erum ekki að taka ákv­arðanir um ein­hverj­ar meiri­hátt­ar til­slak­an­ir á landa­mær­um um fólk sem get­ur komið smitað í landið. Fólk sem er bólu­sett eða með mót­efni er vel­komið og það staf­ar ekki ógn af því.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert