Jarðskjálftahrina hófst klukkan 4:30

Kort/Veðurstofa Íslands

Upp úr klukkan 04:30 í nótt hófst jarðskjálftahrina um 4 km vestnorðvestur af Reykjanestá. Þar hafa nú mælst rúmlega 100 skjálftar, sá stærsti 3,7 að stærð klukkan 05:27.

Tilkynningar hafa borist frá Grindavík um að hann hafi fundist. Nokkrir yfir 3 að stærð hafa mælst í kjölfarið. Enginn órói fylgir virkninni.

Um 350 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg frá miðnætti og hefur virknin aðallega verið við Fagradalsfjall og Reykjanestá samkvæmt upplýsingum frá náttúruvársviði Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert