21 smit um helgina

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild.
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild. Ljósmynd/Lögreglan

„Það hefur fjölgað mjög mikið í símaeftirliti göngudeildar Covid. Alls eru 57 í eftirliti en þetta var komið undir 20 manns,“ segir Már Kristjánsson, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans, í samtali við mbl.is en alls greindist 21 Covid-19-smit hér á landi um helgina.

Af þeim segir Már að fimm til sex hafi greinst utan sóttkvíar og um sé að ræða þrjú til fjögur landamærasmit. Þá eru einnig meðtaldir tíu skipverjar á Reyðarfirði sem reyndust með veiruna við sýnatöku á laugardagskvöld.

Fjór­ir af fimm bekkj­um í ein­um ár­gangi Laug­ar­nesskóla auk nokk­urra starfs­manna eru komn­ir í sótt­kví í dag vegna smits hjá kenn­ara við skól­ann. Þá eru tvö fótboltalið á leið í sóttkví vegna smits.

„Síðan voru nokkrir sem eru utan sóttkvíar sem greindust um helgina,“ segir Már en nú eru þrír inniliggjandi með Covid-19 á Landspítalanum, þar af var einn lagður inn á föstudagskvöldið.

„Þetta eru slæmar fréttir.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann hefði áhyggjur af því að eitthvað sé komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Þá sé spurning hvort breyta þurfi samkomutakmörkunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert