Full ástæða til að taka stöðuna alvarlega

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á einum af fjölmörgum upplýsingafundum yfirvalda vegna …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á einum af fjölmörgum upplýsingafundum yfirvalda vegna heimsfaraldurs Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur verið í nán­um sam­skipt­um við sótt­varna­lækni í dag vegna stöðu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hér á landi. For­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og heil­brigðisráðherra eiga fund með Þórólfi í fyrra­málið.

„Það er full ástæða til að hafa áhyggj­ur af stöðunni og taka hana al­var­lega. Það er það sem við erum að gera,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is.

Þrjú inn­an­lands­smit greind­ust utan sótt­kví­ar um helg­ina, sem er mik­il skyndi­leg aukn­ing. Fleiri hundruð eru kom­in í sótt­kví eft­ir að hafa verið í ná­vígi við sýkta og enn hef­ur ekki tek­ist að staðsetja upp­runa smit­anna.

„Við vor­um að von­ast til þess að hafa náð tök­um á þessu hópsmiti sem greind­ist hér á dög­un­um en það lít­ur ekki al­veg eins vel út núna. Þess vegna er unnið að því af miklu kappi núna að kort­leggja stöðuna,“ seg­ir Katrín.

Fundað með sótt­varna­lækni á morg­un

Eng­ar til­lög­ur hafa borist rík­is­stjórn­inni frá sótt­varna­lækni í dag um hert­ar tak­mark­an­ir inn­an­lands. For­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og heil­brigðisráðherra funda hins veg­ar með sótt­varna­lækni í fyrra­málið og kynna síðan niður­stöður fund­ar­ins fyr­ir rík­is­stjórn beint á eft­ir. 

Eft­ir há­degi á morg­un ætti því að mega vænta yf­ir­lýs­inga frá stjórn­völd­um um næstu skref. Katrín seg­ir þó ekk­ert á borðinu sem stend­ur, held­ur verði ein­fald­lega farið yfir stöðuna á morg­un.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan ríkisstjórnarfund.
Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra fyr­ir utan rík­is­stjórn­ar­fund. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Við erum að sjálf­sögðu með áhyggj­ur af því þegar við sjá­um smit koma upp utan sótt­kví­ar, því þá er þetta fólk sem hef­ur verið að hitta fleiri. Þetta er stór hóp­ur sem er kom­inn í sótt­kví.“

Hef­ur trú á Íslend­ing­um 

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur stund­um rætt það í fjöl­miðlum að hann telji að ákveðnar sótt­varnaaðgerðir á ákveðnum tíma­punkt­um geti verið þess eðlis að Íslend­ing­ar myndu ein­fald­lega ekki sætta sig við þær, jafn­vel þó að stjórn­völd gripu til þeirra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

For­sæt­is­ráðherra kveðst ekki hafa sömu áhyggj­ur ef grípa þyrfti til aðgerða núna.

„Við höf­um verið með aðgerðir hér í rúmt ár og ís­lensk­ur al­menn­ing­ur hef­ur sýnt þeim ein­stak­an stuðning og hef­ur staðið sig ótrú­lega vel í að berj­ast gegn veirunni. Þannig að ég hef eng­ar áhyggj­ur af ís­lensk­um al­menn­ingi,“ seg­ir Katrín. „Hér eft­ir sem hingað til þurf­um við að taka þær ákv­arðanir sem þarf til að tryggja að við vernd­um líf og heilsu fólks.“

Langt í hjarðónæmi

Um 10% þjóðar­inn­ar hafa verið bólu­sett með fyrsta skammti af bólu­efni og langt er í land með hjarðónæmi, sem er talið vera 60-70% hlut­fall þjóðar­inn­ar. AstraZeneca hef­ur enn ekki verið tekið aft­ur í notk­un, enda þótt Lyfja­stofn­un Evr­ópu hafi gefið grænt ljós.

Katrín seg­ir að það mál sé til skoðunar og niðurstaða fá­ist á allra næstu dög­um.

„Ég hef vænt­ing­ar um að bólu­setn­ing­in muni ganga hraðar á öðrum árs­fjórðungi en auðvitað hef­ur komið snurða á þráðinn í fram­leiðslunni og svo með þess­ar auka­verk­an­ir,“ seg­ir Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka