Fundað um framtíð AstraZeneca

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Ýmsar Evrópuþjóðir hafa annaðhvort haldið áfram eða byrjað aftur að nota bóluefni AstraZeneca en notkun þess var tímabundið stöðvuð hér á landi fyrir ellefu dögum vegna alvarlegra aukaverkana. Tilkynnt hefur verið um tvo lungnablóðtappa hér á landi eftir notkun bóluefnisins.

Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna. Ekki hafa komið fram dæmi um sjaldgæfari aukaverkanir hér á landi.

Hún sagði að áhættan af Covid-19 væri meiri en áhættan af sjaldgæfum aukaverkunum bóluefnis en landlæknir fjallaði um rannsóknir heilbrigðisyfirvalda í Evrópu á AstraZeneca.

Blóðsega­vanda­mál hafa helst komið upp hjá ung­um kon­um, yngri en 55 ára, eft­ir bólu­setn­ingu með efn­inu. Því get­ur verið að bólu­efnið verði frek­ar gefið eldri kon­um og karl­mönn­um, ef í ljós kem­ur að þeir hóp­ar séu ekki í áhættu.

Alma og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa setið fundi með norrænum kollegum þar sem tilfelli aukaverkana eru rannsökuð. Í framhaldinu verði leitast við að meta hvort áhætta sé mismunandi eftir aldri og kyni en slíkt geti ráðið hvernig bóluefnið verði notað í framhaldinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert