Heill árgangur í sóttkví

Norðlingaskóli.
Norðlingaskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Nemendur áttunda bekkjar í Norðlingaskóla auk tólf starfsmanna eru komnir í sóttkví vegna smits hjá nemanda við skólann. Aðal­björg Inga­dótt­ir skóla­stjóri segir að nemandinn hafi greinst með Covid-19 í gær.

Hún segir að hringt hafi verið í skólastjórnendur í gærkvöldi þegar ljóst var að nemandi var smitaður en hann var ekki í sóttkví.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is teng­ist smitið í Norðlingaskóla smit­inu í Laugarnesskóla og smituðum leikmanni Fylkis í knattspyrnu karla.

Skólafélagar og starfsfólk eru í sóttkví fram á föstudag og losna úr henni gegn neikvæðri niðurstöðu skimunar en þá verður vika liðin síðan nemandinn kom síðast í skólann. Aðalbjörg segir ákvörðun um aðgerðir hafa verið tekna í sam­ráði við smitrakn­ing­ar­t­eymið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert