Litla-Hraun, Ræfill eða Geldingur?

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margir hafa velt því fyrir sér um helgina hvað gosið í Fagradalsfjalli eigi nú að heita. Hafa þá komið uppástungur að nöfnunum Litla-Hraun og Ræfill sökum smæðar gossins.

Auk þess hefur verið rætt hvort það falli í hlut Grindvíkinga að gefa hrauninu nafn.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að samkvæmt lögum sé það sveitarfélagið sem geri tillögu að nafninu sem sé svo kynnt fyrir minjanefnd. Einnig er áætlað að fara yfir með vísindamönnum hver nafnavenjan sé.

Þá er fyrirhugað að farið verði í einhvers konar atkvæðagreiðslu eða könnun á meðal bæjarbúa. Sú hugmyndavinna er að sögn Fannars enn í gangi og er eitt af því sem rætt verður á fundi bæjarráðs Grindavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka