17 smit innanlands – 14 í sóttkví

Alls greindust 17 smit innanlands í gær og af þeim voru 11 smit meðal barna í Laugarnesskóla. Fimm smit greindust á landamærunum, þar af voru þrjú í fyrri skimun en tvö í seinni skimun. Af þeim 17 sem greindust með Covid-19 í gær voru 14 í sóttkví eða 82,35%.

Nú eru 75 í einangrun og 454 eru í sóttkví. Alls eru 1.186 í skimunarsóttkví og einn er á sjúkrahúsi.

Alls voru 1.557 ein­stak­ling­ar skimaðir inn­an­lands í gær og 513 á landa­mær­un­um. 

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 7,6 síðustu tvær vik­ur og 12,5 á landa­mær­un­um. 

Flest smit­in eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára eða 26 og 22 í aldurshópnum 18-29 ára. Tólf smit er á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og þrjú í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. Tvö smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára. Sex smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, eitt meðal fólks á sjö­tugs­aldri  og þrír á átt­ræðis­aldri eru með Covid-19. 

Alls eru 59 í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu, tveir á Suður­nesj­um, þrír á Suður­landi, einn á Norður­landi eystra og 10 óstaðsett­ir í hús. Í sótt­kví eru 397 bú­sett­ir á höfuðborg­ar­svæðinu, 12 á Suður­nesj­um og 15 á Suður­landi. Þrír eru í sótt­kví á Aust­ur­landi, fimm á Norður­landi eystra og þrír á Norður­landi vestra. Fjór­ir eru í sótt­kví á Vest­ur­landi. 15 eru óstaðsetti­r í hús.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert