ESB bannar flutning bóluefna til Íslands

Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti aðgerðirnar í …
Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti aðgerðirnar í dag. Myndin er úr safni. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur ákveðið að banna út­flutn­ing á bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni til Íslands, auk annarra landa. Sér­staka heim­ild mun nú þurfa til að flytja bólu­efni frá ríkj­um sam­bands­ins til Íslands.

Þetta kem­ur fram á vef fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Þar seg­ir meðal ann­ars að mark­mið aðgerðanna sé að tryggja íbú­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins tíma­bær­an aðgang að bólu­efni gegn Covid-19.

Skil­yrði sett fyr­ir út­flutn­ingn­um

Sett eru tvö ný skil­yrði fyr­ir út­flutn­ingi bólu­efna frá ríkj­um sam­bands­ins. Ann­ars veg­ar er litið til þess hvort inn­flutn­ingslandið hamli sjálft út­flutn­ingi bólu­efna eða efna sem nýt­ast til að fram­leiða þau.

Hins veg­ar er litið til þess hvort staða far­ald­urs­ins sé betri eða verri í viðkom­andi landi, í sam­an­b­urði við Evr­ópu­sam­bandið. Er þá um að ræða stöðu bólu­setn­inga, aðgang að bólu­efn­um og hversu út­breidd­ur far­ald­ur­inn er.

Á ekki að hafa áhrif á dreif­ing­una

Sig­ríður Á. And­er­sen grein­ir frá því á Face­book að ís­lensk stjórn­völd hafi fengið sömu skila­boð og þau norsku, þ.e. að þetta hafi ekki áhrif á dreif­ing­una sem nú standi yfir.

„Þau skila­boð draga ekki úr al­var­leika þess­ar­ar ákvörðunar ESB og fram­komu gagn­vart Íslandi,“ skrif­ar hún.

Nor­eg­ur er einnig á bann­list­an­um, ásamt Alban­íu, Armen­íu, Aser­baíd­sj­an, Bosn­íu og Herzegóvínu, Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Ísra­el, Jórdan­íu, Líb­anon, Líb­íu, Liechten­stein, Norður-Makedón­íu, Serbíu, Svart­fjalla­landi og Sviss.

Upp­fært:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert